PDF · nóvember 2010
Aðreinar og fráreinar – Slysa­tíðni

Árið 2005 var opnuð sérrein til vesturs fyrir almenningssamgöngur á Miklubraut milli Kringlu og Lönguhlíðar. Árið 2008 var sérreinin lengd til austurs að Skeiðarvogi og árið 2009 var opnuð sérrein til austurs frá biðskýli við Stakkahlíð að Kringlumýrarbraut. Með þessum sérreinum breyttust aðstæður fyrir umferð á að- og fráreinum Miklubrautar á þessum köflum, en ökumenn á leið af eða á Miklubraut þurfa nú að þvera sérrein til að komast á akrein fyrir almenna umferð.

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif sérreinar á Miklubraut milli Skeiðarvogs og Lönguhlíðar hafa haft á tíðni umferðarslysa á að- og fráreinum og innan áhrifasvæða þeirra og setja fram tillögur að úrbótum. Líklegt er að sérreinum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi á næstu árum og mikilvægt er að geometría, yfirborðsmerkingar og umferðarstýringar á aðreinum og fráreinum taki mið af þeirri reynslu sem komin er á Miklubraut.

Í tillögum að úrbótum var lögð áhersla á einfaldar lausnir sem byggja á reynslu ráðgjafa og
þátttakenda í verkefninu.

Aðreinar og fráreinar - Slysatíðni
Höfundur

Grétar Þór Ævarsson, Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit

Skrá

adrein_frarein-slysatidni-skyrsla.pdf

Sækja skrá