PDF · Útgáfa LEI-4320 — 18. maí 2022
Merk­ing vinnusvæða – Teikn­ingar

forsíða merking vinnusvæða teikningar
Höfundur

Björn Ólafsson, Einar Gíslason, Ingvi Árnason, Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Vignir Óskarsso

Skrá

merking-vinnusvaeda-7.-mai.2022.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Samantekt á helstu breytingum sem gerðar hafa verið á reglum um vinnusvæðamerkingar í útgáfu 18 frá útgáfu 17 sem og breytingar á teikningum frá fyrri útgáfu þ.e. nr. 17.

  1. Nýtt kaflaheiti á kafla 2.3 í Reglum um vinnusvæðamerkingar, Öryggisáætlun / Merkingaráætlun og nýr texti í kafla 2.3. er eftirfarandi: Öryggisáætlun. Áður en framkvæmdir, viðburður eða önnur vinna hefst á eða við veg skal verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna þeirra verkefna. Þar komi m.a. fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði/viðburðarsvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir. Ennfremur skal í öryggisáætlun koma fram hvernig kynningu og auglýsingu vegna lokunar vegar verður háttað.Öryggisáætlun skal bera undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði.Veghaldari gerir öryggisáætlun fyrir eigin verk. Verktaki ber ábyrgð á því að öryggisáætlun sé fylgt í verkinu. Í öryggisáætlun fyrir hvert vinnusvæði/viðburðarsvæði skal verktaki / verkkaupi tilgreina sérstakan eftirlitsmann merkinga sem skal sjá um að allar öryggisráðstafanir á og við veg séu í samræmi við öryggisáætlun.

    Vegmerkingar og annar merkingabúnaður skal settur upp í samræmi við öryggisáætlun, gildandi reglur og samþykkta merkingaráætlun.

    Umferðarmerki skulu vera að öllu leyti í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra. Þeim skal þannig komið fyrir að þau séu stöðug, vel sýnileg og ekki hættuleg fyrir starfsmenn eða vegfarendur. Umferðarmerkjum skal ávallt haldið hreinum.

    Lögregla eða veghaldari geta stöðvað verk, teljist það nauðsynlegt vegna hættu fyrir vegfarendur eða þá sem vinna á vinnusvæði. Sama á við ef samþykkt öryggisáætlun liggur ekki fyrir við upphaf verks eða samþykktri áætlun hefur ekki verið fylgt eftir.

    Verkaupi skal jafnframt tryggja að fylgt sé ákvæðum laga nr. 46/1980, og reglugerðum tengdum þeim, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

    Verktaki ber ábyrgð á því að öryggisáætlun sé fylgt í verkinu. Ef undirverktakar eru í verkinu ber aðalverktaki ábyrgð á því að undirverktakar fylgi öryggisáætlun.

    Þegar beina þarf umferð á hjáleiðir í þéttbýli, skal verkkaupi leita samþykkis lögreglu.

    Merkingaráætlun. Nýr texti fyrir Merkingaráætlun: „Merkingaráætlun er útfærsla og skipulag vinnusvæðamerkinga meðan á framkvæmd eða viðburði stendur. Merkingar skulu hannaðar sérstaklega og vera hluti hönnunar-, útboðs-, og samningsgagna. Merkingaráætlun samanstendur af yfirlitsblaði um einstaka verkhluta/áfanga með listum yfir þær teikningar um vinnusvæðamerkingar sem tilheyra hverjum áfanga eða verkhluta.“ Annað er óbreytt.

    Grein 2.4. Áætlun um skipulag umferðar „í Reglum um vinnusvæðamerkingar“ felld út.

  2. Kafli 3.1.7 í Reglum um vinnusvæðamerkingar. Breyttur texti um „Rautt svæði“ sem verður þá þannig: „Vinna fer fram á þeim hluta vegsvæðisins þar sem almenn umferð er á (sjá teikningar 1.5.6-7). Gera skal sérstakar öryggisráðstafanir með varnarbúnaði og merkingum.Einnig er heimilt að setja upp hraðahindranir eða gera aðrar ráðstafanir, þar sem reynsla sýni að grípa þurfi til frekari aðgerða til að tryggja leyfðan hámarkshraða fram hjá vinnusvæðinu.“
  3. Kafli 4.2. Umfang merkinga og flokkunarreglur. Bætt við D flokki inn á línurit og í töflu með eftirfarandi texta: „Nota skal gátskildi við þröngar aðstæður s.s. við gatnamót, hringtorg ofl.“Breyttur texti í kafla 4.3.3 Höggdeyfandi árekstrarvernd í Reglum um vinnusvæðamerkingar:
    „Á vegum í flokki 1 (ÁDU>5000 ) með umferðarhraða >=60 km/klst. (flokki 1) þar sem starfsfólki stafar mikil hætta af umferðinni og aðrar varnir, merkingar eða viðvaranir teljast ekki fullnægjandi skal notuð höggdeyfandi árekstrarvernd s.k. TMA (Truck Mounted Attenuator) sem komið er fyrir á vegavinnutæki. Dæmi um slík verkefni eru ýmis skammtímaverkefnis.s.:

    • Fyrsta merking þegar verið er að koma fyrir nauðsynlegum merkjum og varnarbúnaði fyrir langtímavinnu.
    • Yfirborðsmerkingar
    • Viðgerðir á malbiki/slitlagi
    • Stikuvinna, stikuþvottur
    • Sópun/kantsláttur
    • Önnur viðgerðarvinna
    • Vegaaðstoð/björgunarvinna
    • Lyftuvinna

    TMA og tækin sem bera búnaðinn skulu uppfylla kröfur um árekstrarpúða þ.e.
    ÍST EN 1317 :2007+A2:2012 og CEN/TS 16786:2018, prófunarstaðal fyrir TMA
    Árekstrarvörnin á að vera fullbúin til notkunar áður en vinnan hefst.
    Séu fleiri vinnutæki staðsett á akbrautinni skal TMA komið fyrir á fyrsta ökutækinu sem vegfarandi kemur að á þeirri akrein
    sem hann ekur á. Ef bilið á milli tveggja vegavinnutækja er lengra en 250 metrar skal búa þau bæði með TMA.

  4. Kafli 4.4. Uppsetning og frágangur merkja. Töflu um viðmiðunarþyngdir undirstaða breytt þannig að sett er inn svigrúm fyrir þyngdir þar sem þyngri undirstöður verði fyrir langtímaverkefni en léttari fyrir skammtímaverkefni. Eftirfarandi texta verði bætt við: „Fyrir skammtímavinnu s.s. malbikun má nota léttari undirstöður fyrir gátskildi, allt niður í 14 kg.
  5. Tafir hafa orðið á gildistöku nýrrar umferðarmerkjareglugerðar en númering samkvæmt drögum að nýrri reglugerð er að finna á endurnýjuðu teikningasetti fyrir vinnusvæðamerkingar. Yfirlit á númerum umferðarmerkja samkvæmt núgildandi reglugerð verður í nýju útgáfunni af „Reglum um vinnusvæðamerkingar“.
  6. Malbikun/fræsing: breytingar verði gerðar á teikningum 3.5.3.1 – 3.5.6.5, 5.1.1.1 – 5.1.2.4 og 6.1.1.1 – 6.1.3.3:
    1. Umferðarmegin við útlagningarsvæðið er krafa um a.m.k. 1 metra breitt vinnusvæði fyrir óvarða starfsmenn.
    2. Bil milli gátskjalda lengt úr <=6m í <=12m.
    3. Við skammtímavinnu heimilt að nota létta gátskildi sbr kafla 4.4. í reglum.
    4. Ef breidd mótlægrar akbrautar er minni en 3,0 m (2,6 m í fl. 4) skal götu/vegi lokað og bent á hjáleið.