PDF · Útgáfa LEI-3302, útg. 1
Hönn­un eftir­lits­staða fyrir umferðar­eftir­lit, tillögur að útfærsl­um

Vegagerðinni er með lögum falið tiltekið eftirlit með ökutækjum. Á vegakerfinu þurfa því að vera eftirlitsstaðir þar sem starfsmenn umferðareftirlits geta stöðvað ökutæki til að sinna margvíslegu eftirliti og þar með hlutverki sínu.

Víða á vegakerfinu er aðstaða einhver til umferðareftirlits en sú aðstaða uppfyllir ekki þau skilyrði, sem nú eru til hennar eru gerð. Við hönnun nýrra eða endurbyggingu núverandi vega hafa ekki verið settar fram kröfur um eftirlitsstaði. Víða skortir því viðunandi aðstöðu til mferðareftirlits en einnig hefur vantað að skilgreina hvaða kröfur eigi að gera til aðstöðu af þessu tagi og hvar hún ætti að vera.

Benda má á að í öryggisúttekt sem gerð var hjá Vegagerðinni vorið 2006 voru gerðar alvarlegar athugasemdir við vinnuaðstöðu eftirlitsmanna. Fjarlægð vinnusvæðis að akbraut er víðast alltof lítil og enginn aðskilnaður milli umferðar og eftirlitsstaðar (Myndir 1, 5 og 9).

Ábendingar hafa komið fram frá hagsmunaaðilum um nauðsyn þess að koma upp aðstöðu á vegakerfinu fyrir ökumenn stórra ökutæki til að stöðva og hvíla sig.

Við hönnun nýrra vega eða endurbætur eldri vega þarf að fara fram athugun á hvort þörf sé á aðstöðu fyrir vegfarendur og/eða eftirlit. Sé þessi háttur hafður á er unnt lágmarka allan kostnað.

Eftirfarandi tillögur að leiðbeiningum að hönnun umferðareftirlitsstaða voru unnar hjá Veghönnunardeild Vegagerðarinnar í samráði við Umferðareftirlit vorið 2007.

forsíða - Eftirlitssatðir fyrir umferðareftirlit
Höfundur

Gunnar H. Jóhannesson, Helga Aðalgeirsdóttir, Sævar Ingi Jónsson

Ábyrgðarmaður

Veghönnunardeild og Umferðareftirlit Akureyri

Skrá

lei-3302-eftirlitsstadir-fyrir-umferdareftirlit.pdf

Sækja skrá