Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirlagnir á Suðursvæði, Suðurland 2023-2024, malbik.
Verki skal að fullu lokið 1. ágúst ár hvort.
Helstu magntölur | |
Útlögn | 24.300 m2 |
Hjólfarafylling/afrétting | 9.000 m2 |
Fræsing | 11.500 m2 |
Merkingar (flákar) | 213 m2 |
Merkingar (merkingarlengd) | 19.290 m |
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá með miðvikudeginum 8. febrúar 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. mars 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.
Opnun tilboða 14. mars 2023. Yfirlagnir á Suðursvæði, Suðurland 2023-2024, malbik.
Verki skal að fullu lokið 1. ágúst ár hvort.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Malbikunarstöðin ehf., Mosfellsbæ | 246.109.980 | 128,0 | 48.361.950 |
Malbikunarstöðin Höfði ehf., Hafnarfirði | 213.213.000 | 110,9 | 15.464.970 |
Colas Ísland ehf., Hafnarfirði | 197.748.030 | 102,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 192.297.640 | 100,0 | 5.450.390 |