Útboðsnúmer 22-143
Þrengslavegur (39), Lamba­fell – Litla Sand­fell, styrk­ing

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst febrúar 2023
    • 2Opnun tilboða febrúar 2023
    • 3Samningum lokið apríl 2023

3. febrúar 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út endurmótun, styrkingu og malbikun á 5,4 km kafla á Þrengslavegi (39-01), frá afleggjara að Lambafells námu að afleggjara að Litla-Sandfelli.

Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn malbiks.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2023.

Helstu magntölur
Skeringar 
1.546 m3
Styrktarlag 
1.980 m3
Burðarlag 0/22 
7.153 m3
Fláafleygar 
7.854 m3
Malbik 60 mm 
41.999 m2
Gróffræsun slitlags 
35.807 m2
Vegrifflur 
5.400 m
Frágangur fláa 
68.042 m2
Malaraxlir
1.077 m2

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign frá og með föstudeginum 3.  febrúar 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. febrúar 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


21. febrúar 2023Opnun tilboða

Þann 21. febrúar 2023 voru opnuð tilboð í endurmótun, styrkingu og malbikun á 5,4 km kafla á Þrengslavegi (39-01), frá afleggjara að Lambafells námu að afleggjara að Litla-Sandfelli.

Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn malbiks.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2023.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ
363.000.000
112,9
50.051.800
Malbikunarstöðin Höfði ehf., Hafnarfirði
349.170.550
108,6
36.222.350
Áætlaður verktakakostnaður
321.522.056
100,0
8.573.856
Óskatak ehf., Kópavogi
315.278.180
98,1
2.329.980
Malbikunarstöðin ehf., Mosfellsbæ
312.948.200
97,3
0

13. apríl 2023Samningum lokið

Fagverk verktakar ehf., Selfoss
kt. 5405044660