Vegagerðin óskar eftir tilboðum í að byggja og lagfæra sjóvörn á þremur stöðum í Suðurnesjabæ, við Jaðar í Útgarði, við gamla Garðskagavita og við Þóroddsstaði og golfvöllinn í Sandgerði.
Heildarlengd sjóvarna er um 700 m, flokkað grjót og kjarni úr námu samtals um 3.100 m3og upptekt og endurröðunum 3.000 m3.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 7. desember 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. desember 2022.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Opnun tilboða 20. desember 2022. Byggjing og lagfæring sjóvarna á þremur stöðum í Suðurnesjabæ, við Jaðar í Útgarði, við gamla Garðskagavita og við Þóroddsstaði og golfvöllinn í Sandgerði.
Heildarlengd sjóvarna er um 700 m, flokkað grjót og kjarni úr námu samtals um 3.100 m3og upptekt og endurröðunum 3.000 m3.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2023.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 51.540.670 | 153,6 | 19.915.520 |
Ellert Skúlason ehf., Reykjanesbæ | 47.607.000 | 141,9 | 15.981.850 |
Áætlaður verktakakostnaður | 33.549.500 | 100,0 | 1.924.350 |
Steypudrangur ehf., Vík | 31.625.150 | 94,3 | 0 |