Útboðsnúmer 23-053
Reykja­nesbraut (41), Snekkju­vogur – Trana­vogur, Göngu- og hjóla­brú

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2023
    • 2Opnun tilboða september 2023
    • 3Samningum lokið

11 júlí 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar
yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs ásamt lyftum og að verkhanna
og byggja tröppur og skjólbyggingu á tröppur og brú. Verkinu tilheyra ofanvatnslagnir, stíglýsing og yfirborðsfrágangur við brúarenda.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2024

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum  11. júlí  2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. september 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningarfyrir útboðsvefinn TendSign

Helstu magntölur
Göngu- og hjólabrú, pallar, tröppur og skjólbygging
Mót undirstöðu 
1.450 m2
Steypustyrktarjárn 
74. 000 kg
Steypa
530 m3
Undirstaða fyrir geisla árekstrarhliðs
4 stk.
Stálvirki, stöplar, smíði og uppsetning 
8 tonn
Stálvirki, brú, uppsetning 
30 tonn
Vega- og stígagerð
Gröftur fyrir leiðslum og jarðstrengjum 
320 m
Slitlagsmalbik 
275 m2
Styrktarlag 
60 m2
Staðsteyptur kantsteinn
100 m
Bitavegrið 
90 m
Færanlegar skiltaeyjur 
4 stk.
Steinavegrið, forsteypt 
40 m
Eyjur með túnþökum 
45 m2

5 september 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 5. september 2023. Samsetning og uppsetning færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs ásamt lyftum og að verkhanna og byggja tröppur og skjólbyggingu á tröppur og brú. Verkinu tilheyra ofanvatnslagnir, stíglýsing og yfirborðsfrágangur við brúarenda.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2024

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Eykt ehf., Reykjavík
378.657.835
178,1
0
Áætlaður verktakakostnaður
212.599.659
100,0
166.058.176