Útboðsnúmer 23-062
Rekstur Breiða­fjarðar­ferju 2023-2026

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júní 2023
    • 2Opnun tilboða júlí 2023
    • 3Samningum lokið

25. júní 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út rekstur Breiðafjarðarferju 2023-2026 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðunum  Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Bjóðandi skal nota ferjuna m/s Röst sem er í eigu Vegagerðarinnar og er til sýnis í samráði við hana. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með sunnudeginum 25. júní 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júlí 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


25. júlí 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 25. júlí 2023. Rekstur Breiðafjarðarferju 2023-2026 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðum  Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey.

Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Sæferðir ehf., Stykkishólmur
1.987.155.000
159,6
0
Áætlaður verktakakostnaður
1.244.941.551
100,0
742.213.449