Útboðsnúmer 22-091
Kópa­vogs­gjáin, uppsetn­ing lampa og stýri­búnaðar

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2022
    • 2Opnun tilboða október 2022
    • 3Samningum lokið

19. september 2022Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út endurnýjun lýsingar í Kópavogsgjánni, Hafnarfjarðarvegi (40). Um er að ræða niðurrif núverandi lýsingar og lagna, uppsetningu nýrra lampa og stýribúnað. Vegagerðin leggur til lampa og stýribúnað.

Áætlað er að ljúka verki fyrir 1. desember 2022. Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 19. september 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. október 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Helstu magntölur
Niðurtekt lampa 
227 stk.
Niðurtekt strengstiga 
740 m
Niðurtekt strengja 
2650 m
Strengstigar 
485 m
Uppsetning lampa 
146 stk.
Lagning strengja 
5400 m

4. október 2022Opnun tilboða

Opnun tilboða 4. október 2022. Endurnýjun lýsingar í Kópavogsgjánni, Hafnarfjarðarvegi (40). Um er að ræða niðurrif núverandi lýsingar og lagna, uppsetningu nýrra lampa og stýribúnað.  Vegagerðin leggur til lampa og stýribúnað.

Áætlað er að ljúka verki fyrir 1. desember 2022.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Rafal ehf., Hafnarfirði
60.913.119
167,7
0
Áætlaður verktakakostnaður
36.318.795
100,0
24.594.324