Útboðsnúmer 22-098
Hval­fjarðar­göng, rekstur og þjón­usta 2023-2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst desember 2022
    • 2Opnun tilboða janúar 2023
    • 3Samningum lokið

2 desember 2022Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í rekstur og þjónustu í Hvalfjarðargöngum árin 2023-2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 2. desember 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. janúar 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Í aðalatriðum felst verkið í eftirfarandi
Útkallsþjónustu, þ.e. að bregðast við útköllum vegna bilana eða atvika sem verða í göngunum og bregðast þarf strax við.
Umferðarstjórnun þegar göngunum er lokað eða umferð takmörkuð í gegnum þau, t.d. vegna úttekta og/eða viðhalds.
Þátttöku og aðstoð vegna funda og æfinga viðbragðsaðila.
Reglubundnu eftirliti og ástandsgreiningum.
Viðhaldsvinnu á búnaði.

17 janúar 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 17. janúar 2023. Rekstur og þjónustu í Hvalfjarðargöngum árin 2023-2025.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Meitill- GT tækni ehf., Grundartanga
459.391.342
185,4
6.130.593
Rafal ehf., Hafnarfirði
453.260.749
182,9
0
Áætlaður verktakakostnaður
247.770.200
100,0
205.490.549