Útboðsnúmer 22-075
Hrís­eyjar­ferja 2023-2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst október 2022
    • 2Opnun tilboða desember 2022
    • 3Samningum lokið

28. október 2022Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í rekstur Hríseyjarferju 2023-2025 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógssandur – Hrísey, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Bjóðandi skal nota ferjuna m/s Sævar sem er í eigu kaupanda og er til sýnis í samráði við kaupanda. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 28. október 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 1. desember 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

 


1. desember 2022Opnun tilboða

Opnun tilboða 1. desember 2022.  Rekstur Hríseyjarferju 2023-2025 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógssandur – Hrísey, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Bjóðandi skal nota ferjuna m/s Sævar sem er í eigu kaupanda. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Andey ehf., Hrísey
534.348.000
153,7
237.708.000
Ferry ehf., Árskógssandi
488.996.040
140,6
192.356.040
Áætlaður verktakakostnaður
347.760.000
100,0
51.120.000
Eysteinn Þórir Yngvason, f.h. óstofnaðs hlutafélags
296.640.000
85,3
0