Vegagerðin býður hér með út rofvörn í farvegi við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Um er að ræða endurgerð og styrkingu grjótþröskuldar þvert yfir farveg árinnar ofan brúar ásamt endurbótum á rofvörn á árbakka.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2023.
Helstu magntölur | |
Grjótvörn 1, losun | 4.700 m3 |
Grjótvörn 1, flokkun | 4.700 m3 |
Grjótvörn 2, losun | 36.000 m3 |
Grjótvörn 2, flokkun | 36.000 m3 |
Grjótvörn 2, ámokstur og flutningur - 12 km | 13.600 m3 |
Grjótvörn 2, í röðun grjótþröskuld | 13.000 m3 |
Grjótvörn 2, í röðun Bakkavörn | 600 m3 |
Grjótvörn 2, ámokstur og flutningur - 4m | 1.000 m3 á lager |
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 13. mars 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. mars 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Opnun tilboða 28. mars 2023. Rofvörn í farvegi við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Um er að ræða endurgerð og styrkingu grjótþröskuldar þvert yfir farveg árinnar ofan brúar ásamt endurbótum á rofvörn á árbakka.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2023.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum | 197.921.602 | 155,7 | 49.119.398 |
Þ.S. Verktakar ehf., Egilsstöðum | 148.802.204 | 117,0 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 127.129.487 | 100,0 | 21.672.717 |