Vegagerðin býður hér með út endurmótun og styrkingu á 1,4 km kafla á Hringvegi (1-a2), frá Aurá að Krossá.
Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn klæðingar.
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2023.
Helstu magntölur | |
Skeringar | 2.100 m3 |
Lögn stálræsa | 24 m |
Fyllingar og fláafleygar | 1.870 m3 |
Burðarlag 0/22 | 2.500 m3 |
Tvöföld klæðing | 11.070 m2 |
Gróffræsun | 9.000 m2 |
Frágangur fláa og vegsvæðis | 10.000 m2 |
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 21. febrúar 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. mars 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Opnun tilboða 7. mars 2023. Endurmótun og styrkingu á 1,4 km kafla á Hringvegi (1), frá Aurá að Krossá Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn klæðingar.
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2023.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
JG vélar ehf., Reykjavík | 51.308.350 | 130,0 | 3.669.630 |
Framrás ehf., Vík | 47.638.720 | 120,7 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 39.468.496 | 100,0 | 8.170.224 |