Hafnarstjórn Grindavíkur óskar eftir tilboðum í að fjarlægja gamla þekju og slá upp mótum, járnbinda og steypa nýja þekju á Suðurgarði í Gríndavíkurhöfn.
Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 17. apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 2. maí 2023.
Sérstakur opnunarfundur verður ekki haldinn, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildar tilboðsupphæð.
Helstu verkþættir |
Saga, brjóta og fjarlægja gamla þekju um 1640 m2 |
Endurfylla undir þekju, þjappa og fínjafna undir steypu |
Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1640 m² |
Opnun tilboða 2. maí 20223. Hafnarstjórn Grindavíkur óskaði eftir tilboðum í að fjarlægja gamla þekju og slá upp mótum, járnbinda og steypa nýja þekju á Suðurgarði í Gríndavíkurhöfn.
Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2023.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Nýbyggð ehf., Reykjavík | 82.409.700 | 150,8 | 25.037.900 |
Stálborg ehf., Garðabæ | 74.993.800 | 137,2 | 17.622.000 |
H.H. Smíði ehf., Grindavík | 57.371.800 | 105,0 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 54.656.500 | 100,0 | 2.715.300 |