Útboðsnúmer 23-037
Grinda­vík – Suður­garð­ur, þekja 2023

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst apríl 2023
    • 2Opnun tilboða maí 2023
    • 3Samningum lokið

17 apríl 2023Útboðsauglýsing

Hafnarstjórn Grindavíkur óskar eftir tilboðum í að fjarlægja gamla þekju og slá upp mótum, járnbinda og steypa nýja þekju á Suðurgarði í Gríndavíkurhöfn.

Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2023.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 17. apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 2. maí 2023.

Sérstakur opnunarfundur verður ekki haldinn, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildar tilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Helstu verkþættir
Saga, brjóta og fjarlægja gamla þekju um 1640 m2
Endurfylla undir þekju, þjappa og fínjafna undir steypu
Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1640 m² 

2 maí 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 2. maí 20223. Hafnarstjórn Grindavíkur óskaði eftir tilboðum í að fjarlægja gamla þekju og slá upp mótum, járnbinda og steypa nýja þekju á Suðurgarði í Gríndavíkurhöfn.

Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2023.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Nýbyggð ehf., Reykjavík
82.409.700
150,8
25.037.900
Stálborg ehf., Garðabæ
74.993.800
137,2
17.622.000
H.H. Smíði ehf., Grindavík
57.371.800
105,0
0
Áætlaður verktakakostnaður
54.656.500
100,0
2.715.300