Útboðsnúmer 22-139
Gríms­eyjar­ferja 2023-2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2023
    • 2Opnun tilboða apríl 2023
    • 3Samningum lokið

10. mars 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í rekstur Grímseyjarferju 2023-2025 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðunum Dalvík – Grímsey – Dalvík og Dalvík – Hrísey – Dalvík , þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Grímsey og  vöruflutninga og einhverja fólksflutninga til og frá Hrísey. Bjóðandi skal nota ferjuna m/s Sæfara sem er í eigu Vegagerðarinnar og er til sýnis í samráði við hana. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 10. mars 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 11:00 föstudaginn 14. apríl 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

 


14. apríl 2023Opnun tilboða

Útboð fellt niður