Útboðsnúmer 23-042
Grassláttur á Suður­svæði 2023-2024

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst apríl 2023
    • 2Opnun tilboða maí 2023
    • 3Samningum lokið

21 apríl 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út grasslátt á Suðursvæði árin 2023 og 2024. Meðal annars er um að ræða svæði við Vesturlandsveg, Suðurlandsveg, Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut, Hafnarfjarðarveg, Arnarnesveg, Fjarðarhrauni, Strandgötu og Garðskagaveg.

Áætlað magn grassláttar er samtals 1.545.084 m2 á ári í fjórum umferðum.

Gildistími samnings er til 15. september 2024. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 21. apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 23. maí 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


23 maí 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 23. maí 2023. Grassláttur á Suðursvæði árin 2023 og 2024. Meðal annars er um að ræða svæði við Vesturlandsveg, Suðurlandsveg, Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut, Hafnarfjarðarveg, Arnarnesveg, Fjarðarhrauni, Strandgötu og Garðskagaveg.

Áætlað magn grassláttar er samtals 1.545.084 m2 á ári í fjórum umferðum.
Gildistími samnings er til 15. september 2024. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Áætlaður verktakakostnaður
52.642.688
100,0
7.635.252
Garðlist ehf., Reykjavík
45.007.436
85,5
0