Vegagerðin býður hér með út vinnu við frumdrög Borgarlínu um Hamraborg eftir Hafnarfjarðarvegi. Verkmörk í norðri eru á Hafnarfjarðarvegi við sveitarfélagsmörk Reykjavíkur og Kópavogs og sunnanmegin á Hafnarfjarðarvegi við sveitarfélagsmörk Kópavogs og Garðabæjar. Verkefnið felur m.a. í sér frumdrög að borgarlínuleiðum og staðsetningu og útfærslu stöðvar/-a í Hamraborg.
Gera skal útfærslu af legu Borgarlínu, ásamt staðsetningu og útfærslu stöðva, tillögu að götusniðum, og leiðum fyrir gangandi. Einnig skal gera kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdakostnaði verksins.
Verkinu skal að fullu lokið 31. mars 2024.
Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 5. maí 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 27. júní 2023 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Vegagerðin bauð út vinnu við frumdrög Borgarlínu um Hamraborg eftir Hafnarfjarðarvegi. Verkefnið felur m.a. í sér frumdrög að borgarlínuleiðum og staðsetningu og útfærslu stöðvar/-a í Hamraborg.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 6. júní 2023, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.
Þriðjudaginn 27. júlí 2023 voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu kröfur útboðsins um fjárhagslegt hæfi og Verkís hf. uppfyllti kröfur um tæknilegt- og faglegt hæfi. Í ljósi þess er ekki þörf á að meta tilboð á grundvelli matsþátta.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 25.000.000 | 100,0 | 3.014.615 |
Verkís hf., Reykjavík | 21.985.385 | 87,9 | 0 |