Útboðsnúmer 22-132
Árbæjar­vegur (271), Árbakki – Bjalla­vegur

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst apríl 2023
    • 2Opnun tilboða apríl 2023
    • 3Samningum lokið maí 2023

5. apríl 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út uppbyggingu, breikkun og klæðingu Árbæjarvegar (271), frá slitlagsenda nærri Árbakka að afleggjara að Bjallavegi (272) við Austvaðsholt. Heildarlengd útboðskaflans er um 3,2 km.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2023.

Helstu magntölu
Skeringar                         
2.700 m3
Fyllingar                        
10.800 m3
Styrktarlag 0/90   
6.700 m3
Burðarlag 0/22
 3.700 m3
Steinefni 8/16
610 m³
Tvöföld klæðing  
20.000 m2
Frágangur fláa
23.400 m2
Girðingar                           
1.500 m

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 5 apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. apríl 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

 


25. apríl 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 25. apríl 2023. Uppbygging, breikkun og klæðing Árbæjarvegar (271), frá slitlagsenda nærri Árbakka að afleggjara að Bjallavegi (272) við Austvaðsholt. Heildarlengd útboðskaflans er um 3,2 km.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2023.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
VBF Mjölnir ehf., Selfossi
155.670.370
134,8
9.637.841
Þjótandi ehf., Hellu
146.032.529
126,5
0
Áætlaður verktakakostnaður
115.457.310
100,0
30.575.219

15. maí 2023Samningum lokið

Þjótandi ehf., Hellu
kt. 5009012410