Útboðsnúmer 22-057
Almanna­skarðs­göng (1), steyptar vegaxl­ir og lagn­ir

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst janúar 2023
    • 2Opnun tilboða janúar 2023
    • 3Samningum lokið

3. janúar 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út steyptar vegaxlir ásamt lögnum fyrir fráveitu og rafbúnað í Almannaskarðsgöng á Hringvegi (1). Verkið felur í sér gerð steyptra vegaxla ásamt fráveitulögn, ídráttarrörum og jarðstreng þar undir. Við núverandi fráveitukerfi ganganna koma ný niðurföll og sandfangsbrunnar með vatnslás úr járni sem tengjast inn á núverandi jarðvatnslagnir. Að auki skal færa til núverandi niðurföll í skálum. Leggja skal 11kV jarðstreng fyrir Rarik í vegöxl í gegnum jarðgöngin.

Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 20. júní 2023. Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 3. janúar 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. janúar 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

 

Efni
Magn
Niðurföll
14 stk.
Sandfangsbrunnar
7 stk.
Vinna við lagningu jarðstrengs 11 kV
350 m
Vinna við lagningu á 20 mm ljósleiðararöri
1.350 m
Ídráttarrör 32 mm fyrir kantlýsingu
2.650 m
Ídráttarrör 50 mm
6.000 m
Gegnumdráttarbrunnar
2 stk.
Malbik 100 m2 Kantsteinn
2.600 m
Steyptar vegaxlir
2.200 m2

17. janúar 2023Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Ístak hf., Mosfellsbær
285.838.010
232,5
160.023.010
Gröfuþjónusta Olgeirs ehf., Höfn
163.446.238
132,9
37.631.238
Heflun ehf., Lyngholti
125.815.000
102,3
0
Áætlaður verktakakostnaður
122.950.000
100,0
2.865.000