Fljóts­heiði í Þing­eyjar­sveit

  • TegundEfnistaka úr námu
  • StaðaKynningargögn
  • Markmið
      Umhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Svæði
    • Norðurland

Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um efnistöku úr opinni námu á Fljótsheiði þar sem fyrirhugað er að taka allt að 149.900 m3 af efni á allt að 49.900 m2 svæði. Náman er lögð fram í samráði við Þingeyjarsveit því gera þarf óverulega breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna hennar.

Framkvæmdin er tilkynnt til Skipulagsstofnunar í samræmi við  6. gr. laga nr.106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina og um ástæður fyrirhugaðrar efnistöku.