Vegagerðin kynnir hér með fyrirhugaðar framkvæmdir á Djúpvegi, vegnúmer 61 (35/36), í Hestfirði, Seyðisfirði og Álftafirði í Súðavíkurhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu.
Fyrirhuguð framkvæmd er tvíþætt:
Fyrirhuguð framkvæmd, þ.e.a.s. vegagerð í Hestfirði og Seyðisfirði auk brúar- og vegagerðar í Hattardal, er samtals um 9,2 km löng.
Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, viðauka 1, þar sem hún liggur á köflum um verndarsvæði.
Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst, mótvægisaðgerðum verður beitt og haft samráð við ýmsa aðila.
Meðfylgjandi er greinagerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina: