WORD · Útgáfa EYD-0103 Útgáfa 2 — 12. apríl 2023
Umsókn um nýjan héraðsveg

Sækja um
Umsækjandi þarf að sýna fram á að skilyrðin séu uppfyllt með gögnum:
• Vottorð um lögheimilisskráningu frá þjóðskrá auk staðfestingu sveitarfélags um fasta búsetu
• Atvinnufyrirtæki sýna fram á reglubundinn rekstur
• Gögn fylgja umsókn í viðhengi pdf eða í pósti

Skilyrði og fylgigögn
Vegir sem liggja að býlum þar sem er til staðar:
• Föst búseta og skráð lögheimili
• Rekstur atvinnufyrirtækja
• Kirkjustaðir
• Opinberir skólar
• Aðrar opinberar stofnanir utan þéttbýlis sem eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá
• Héraðsvegur skal þó aldrei ná nær framangreindum stöðum en 50 m ef hann endar þar.
• Sumarbústaðarhverfi sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg geta einnig fallið undir héraðsveg.

Umsóknarferlið
Umsókn um héraðsveg skal senda til Vegagerðarinnar. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér eða á næstu þjónustustöð Vegagerðarinnar.
Mikilvægt er að sækja um leyfi áður en hafist er handa við að byggja nýjan veg. Vegagerðin getur hafnað þátttöku við kostnað byggingar vegs ef umsækjandi hefur hafið vegaframkvæmdir án leyfis og samráðs við Vegagerðina þrátt fyrir að skilyrði séu uppfyllt.
Umsækjandi getur kært ákvörðun til innviðaráðuneytis ef umsókn er hafnað.

Umsókn um nýjan héraðsveg
Skrá

eyd-0103-umsokn-um-nyjan-heradsveg.docx

Sækja skrá