Leið­bein­ingar og staðlar vegna vetrar­þjón­ustu

Gæðastaðall

Gæðastaðall í vetrarþjónustu lýsir þeim gæðakröfum sem eru gerðar og varða eftirfarandi þætti:

  • Þjónustumarkmið
  • Þjónustustig
  1. Tímasetningar og framkvæmd aðgerða
  2. Mesta snjódýpt og sléttleiki vegyfirborðs
  3. Hálkuástand
  4. Vegsýn á vegamótum og útmokstur

Þjónustuflokkar eru fjórir og eru gæðakröfur mismunandi eftir flokkum. Með fjarlægð frá þéttbýli er átt við helming af vegalengd milli þéttbýlisstaða. Dæmi: Milli Akureyrar og Varmahlíðar eru 94 km. Mesta fjarlægð frá þéttbýli er þá 47 km, vegur er í þjónustuflokki 2 og línuritið sýnir að öll leiðin skuli vera opin milli kl. 8:00 – 22:00

Heimilt er að færa til þjónustutíma um allt að eina klst., þannig að ef opnun vegar er flýtt að morgni, er þjónustu lokið að sama skapi fyrr að kvöldi, eða öfugt.

Í þjónustuflokki 1 á tímabilinu 0:00-06:00 skal miða við að gera hlé á þjónustu frá þeim tíma þegar umferðarmagn er komið undir 40 bíla á klst. og fram að þeim tíma sem er 1 klst. áður en morgunumferð nær sömu viðmiðunarmörkum. Miða skal við sama upphafs- og lokatíma alla daga vikunnar.


Þjónustuflokkun vegakerfisins í vetrarþjónustuVetrarþjónustuflokkar

Lengd á vegi milli þéttbýlisstaða eða skilgreindra tengistaða er frá 5 til 20 km. Þéttbýlisstaðir eru staðir með íbúafjölda 200 eða fleiri, tengistaðir eru aðrir skilgreindir hnútpunktar í vegakerfinu. Ef vegur er styttri telst hann innan þéttbýlis, ef vegurinn er lengri telst hann sem langleið.

Á þeim vegum í þéttbýli sem Vegagerðin kostar vetrarþjónustu á, skal miða við að þjónustan sé að lágmarki sambærileg við þá þjónustu sem Vegagerðin veitir á aðliggjandi vegum.

Þjónustutímar í vetrarþjónustu

Þjónustutímar í vetrarþjónustu

Veldu þjónustuflokka fyrir nánari upplýsingar.