PDF
Örygg­is- og umhverf­ishand­bók (fyrir starfs­fólk Vega­gerðar­innar)

Vegagerðin hefur unnið að uppbyggingu á samhæfðu gæða-, umhverfisog öryggisstjórnunarkerfi með hliðsjón af gildandi ISO stöðlum um þessa málaflokka. Fyrsta formlega útgáfa af umhverfisstefnu leit dagsins ljós árið 1997 og hefur verið unnið að framgangi hennar síðan. Gæðastefna var samþykkt árið 2000 og öryggisstefna var í fyrsta sinn formlega samþykkt um áramótin 2007-2008.

Samspil gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunar er mikið og byggir á grunnhugsun þeirri sem fram kemur í svokölluðum gæðahring Deming (PDCA) sem lýsir stöðugri hringrás umbóta, þar sem skrefin eru skipulagning (e. plan), framkvæmd (e. do), athugun (e. check) og viðbrögð (e. act).

forsíða - bæklingur um öryggis- og umhverfishandbók
Skrá

vegagerd_starfsfolk_2021.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Þessi handbók inniheldur upplýsingar um kröfur og verklag sem Vegagerðin gerir til starfsmanna sinna í umhverfis- og öryggismálum. Henni er ætlað það hlutverk að kynna hvoru tveggja fyrir starfsmönnum hennar og auka vitund þeirra um umhverfis- og öryggismál og gildandi verklag þar um. Hún er ekki tæmandi lýsing á öllu því sem við kemur einstökum þáttum í umhverfi eða öryggi starfsmanna, heldur er stundum vísað til ítarefnis. Hún leysir af hólmi fyrri útgáfu, sem gefin var út á vordögum árið 2011.