Færð - gagnasnið

Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglu.

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um vetrarþjónustu hér xxxxxxx

Hægt er að fá upplýsingar um færð á einstökum leiðum/bútum á vegakerfinu. Lengd leiðanna er yfirleitt á bilinu nokkrir km til fáeinir tugir km. Upplýsingarnar fást með þessari fyrirspurn:
http://gagnaveita.vegagerdin.is/api/faerd2017_1

Upplýsingar um mjög staðbundnar aðstæður (punkta) er hægt að fá með eftirfarandi fyrirspurn:
http://gagnaveita.vegagerdin.is/api/faerdpunktar2017_1

Hnit leiða fást t.d. með eftirfarandi fyrirspurn (nánari leiðbeiningar um hnit leiða eru í öðru skjali):
http://gagnaveita.vegagerdin.is/geoserver/gis/ows?service=WFS&version=1.0.0&request=GetFeatur
e&typeName=gis:faerdferlar2017_1

Í upplýsingum um færð á einstökum leiðum/bútum er vegakerfinu skipt upp í marga mislanga búta.
Bútarnir eru auðkenndir með dálkinum IdButur sem er einkvæmur. Hver bútur er með eina eða fleiri
skráningu á ástandi sem gilda fyrir allan þann bút.

Á hverjum bút geta verið þrennskonar skráningar á ástandi:

(1) Upplýsingar í Astand dálkunum tengjast yfirborði vegar (hvort það er t.d. hált, hvort þar er
snjór eða hvort vegurinn er greiðfær) og svo veðri o.þ.h. Upplýsingarnar um yfirborðið eru
einu upplýsingarnar um bútinn sem örugglega eru alltaf til staðar (eru aldrei NULL).
Upplýsingar um veður o.fl. (t.d. skafrenningur, éljagangur o.s.frv.) eru í AstandVidbotaruppl.

(2) Upplýsingar um framkvæmdir (birtast á kortum á vef Vegagerðarinnar sem vegavinnuskilti).
Þessar upplýsingar eru undir Frkv í gögnunum.

(3) Upplýsingar um takmarkanir á ásþunga. Þessar upplýsingar eru undir Asthungi í gögnunum.

 

Upplýsingar um dálka í gögnunum eru í eftirfarandi töflu.

Heiti
Tag
Lýsing
Dæmi
Null?
IdButur
int
Nr. leiðar á vegakerfi.
904180010
N
DagsSkrad 
string 
Hvenær færðarástand var skráð (áISO 8601 formi).
2019-02-18T12:10:59Z
N
StuttNafnButs 
string 
Stutt/skammstafað nafn leiðar
Þingv.-Uxahryggir
N
FulltNafnButs
string 
Fullt nafn leiðar. 
Kaldadalsvegur: Þingvellir -Uxahryggir
N
DagsButurBreyttist
string 
Gefur til kynna hvenær leiðinbreyttist (á ISO 8601 formi). Geristt.d ef lega vegar eða lengd breytist.Gerist sjaldan.
2009-09-14T10:49:55Z
N
AstandYfirbord 
string 
Ástand vegar.
HALKUBLETTIR
N
AstandVidbotaruppl 
string 
Lýsing á veðri o.fl.
ELJAGANGUR
J
AstandLysing
string 
Lýsing á ástandi.
Hálkublettir/éljagangur
N
AstandLysingEn
string 
Lýsing á ástandi (enska). 
Spots of ice/snowshowers 
N
FrkvAudkenni 
string 
Framkvæmdir/vegavinna á leið.
VEGAVINNA 
J
FrkvLysing 
string 
Lýsing á framkvæmdum
Vegavinna 
J
FrkvLysingEn
string 
Lýsing á framkvæmdum (enska).
Road repairs 
J
AsthungiAudkenni 
string 
Takmarkanir á ásþunga á leið.
7TONN 
J
AsthungiLysing
string 
Lýsing á ásþunga. 
Ásþungi 7 tonn
J
AsthungiLysingEn 
string 
Lýsing á ásþunga (enska).
Axle weight limit 7 tons 
J
Snjomokstursregla
string 
Upplýsingar um hversu oft leið ermokuð.
6X
N
DagsKeyrtUt 
string 
Hvenær upplýsingar voru útbúnar (á ISO 8601 formi).
2019-02-18T12:30:31Z 
N

Þarna birtast alltaf allar leiðir á vegakerfinu þar sem er þjónusta á vegum Vegagerðarinnar í tengslum við færð. Ef einhver leið sem áður hefur birst þarna hættir að birtast þýðir það að sú leið er ekki lengur til, að hún er ekki lengur þjónustuð eða að hún hefur breyst umtalsvert. Á sama hátt geta bæst við nýjar leiðir. Ef leið breytist verulega (lega hennar breytist t.d. eða lengd hennar breytist) fær hún nýtt númer (dálkur IdButur). Það jafngildir því í raun að leiðin hætti að vera til og önnur sambærileg komi í staðinn. Svona breytingar er hægt að vakta ef þörf krefur með því að fylgjast með hvaða gildi koma fyrir á IdButur og sækja hnit leiðanna einungis þegar breytingar verða. Með því er hægt að minnka mikið það gagnamagn sem þarf að sækja því yfirleitt verða svona breytingar einungis nokkrum sinnum á ári. Það á því alls ekki að sækja hnit leiðanna mörgum sinnum á sólarhring (eða jafnvel í hvert sinn sem upplýsingar um færð eru sóttar). Þess má svo geta að fjórir öftustu stafirnir í IdButur eru e.k. óformlegt útgáfunúmer leiðarinnar. Þegar einhverjar leiðir breytast er útgáfunúmer allra leiða yfirleitt hækkað í stað þess að hækka bara útgáfunúmer leiðanna sem breyttust. Með þessu eru allar leiðir alltaf með sama útgáfunúmer.

Það er mjög breytilegt eftir árstíma og veðri hvað þessar upplýsingar breytast ört (sjá dálkinn DagsSkrad). Það gerist þó minnst einu sinni á sólarhring fyrir hvern bút fyrir sig. Upplýsingar eru hinsvegar keyrðar út og/eða uppfærðar með nokkurra mínútna millibili óháð breytingum á færð. Því á dagsetningin í dálkinum DagsKeyrtUt aldrei að verða mikið eldri en 10 mínútur.

Dálkarnir AstandYfirbord, AstandVidbotaruppl, FrkvAudkenni og AsthungiAudkenni innihalda föst, fyrirframskilgreind gildi og eru í hástöfum. Þessir dálkar geta innihaldið eftirfarandi:

AstandYfirbord:
EKKI_I_THJONUSTU
FAERT_FJALLABILUM
FLUGHALT
GREIDFAERT
HALKA
HALKUBLETTIR
KRAP
LOKAD
OFAERT_ANNAD
OFAERT_VEDUR
OTHEKKT
SNJOTHEKJA
THAEFINGUR
THUNGFAERT

AstandVidbotaruppl:
ALLUR_AKSTUR_BANN
ELJAGANGUR
FAERT_FJALLABILUM
MOKSTUR
OSLETTUR_VEGUR
OTHEKKT
OVEDUR
SANDBYLUR
SKAFRENNINGUR
SNJOKOMA
STEINKAST
STORHRID
THOKA

FrkvAudkenni:
VEGAVINNA

AsthungiAudkenni:
2TONN
5TONN
7TONN
10TONN

Upplýsingar um hversu oft leiðin er mokuð eru í dálkinum Snjomokstursregla. Þar geta eftirfarandi gildi komið fyrir. Í vissum tilvikum geta tvö gildi komið fyrir með semikommu á milli, dæmi er „2X;TILFALLANDI“. Í því tilviki eru tveir fastir mokstursdagar en að auki getur viðkomandi sveitarfélag bætt
við mokstursdegi:

EKKI_MOKAD : Engin vetrarþjónusta
2X : Þjónusta 2 daga í viku
3X : Þjónusta 3 daga í viku
4X : Þjónusta 4 daga í viku
5X : Þjónusta 5 daga í viku
6X : Þjónusta 6 daga í viku
7X : Þjónusta 7 daga í viku
VOR_HAUST : Mokstur vor og haust
TILFALLANDI : Tilfallandi mokstur skv. ákvörðun viðkomandi sveitarfélags
FLUGMOKSTUR : Mokstur í tengslum við áætlunarflug

Einnig geta vissar upplýsingar um færð verið skráðar í einstökum punktum ef þær gilda á mjög stuttum kafla á vegakerfinu. Punkskráningar gerast bara við vissar aðstæður og eru því ekki jafn margbrotnar eins og skráningar á búta í vegakerfinu.

Upplýsingar um punktgögnin eru í eftirfarandi töflu:

Heiti
Tag
Lýsing
Dæmi
Null?
IdPunktur 
int
Einkvæmt auðkenni punkts
18544 
N
Austur
decimal
X-hnit punkts (ISN93) 
353540
N
Nordur 
decimal
Y-hnit punkts (ISN93) 
397646
N
Breidd
decimal 
Breiddargráða staðsetningar
64.050696
N
Lengd 
decimal
Lengdargráða staðsetningar 
-21.999556 
N
Astand
string 
Ástand í punktinum
VEGAVINNA
N
Lysing
string 
Lýsing á ástandi í punktinum
Vegavinna
N
LysingEn
string 
Lýsing á ástandi í punktinum (enska) 
Road repairs 
N
Aths
string 
Athugasemd eða nánari skýring
Reykjanesbraut,vegamót við Krýsuvík
J
AthsEn
string 
Athugasemd eða nánari skýring (enska)
J
IdButur
int 
Nr. þeirrar leiðar á vegakerfi sempunkturinn er á.
903140010
N
DagsSkrad 
date
Hvenær ástand var skráð (á ISO 8601 formi)
2019-02-18T16:36:48Z 
N
GildirTil 
date
Dagur sem ástand í punkti gildir til (ISO 8601 form)
2019-02-20T00:00:00Z
N
DagsKeyrtUt 
date
Hvenær upplýsingar voru útbúnar (á ISO 8601 formi)
2019-02-18T16:37:24Z 
N

Dálkurinn Astand inniheldur föst, fyrirframskilgreind gildi og er í hástöfum. Dálkurinn getur innihaldið
eftirfarandi:
VEGAVINNA
ALLUR_AKSTUR_BANN
VATNASKEMMDIR
STEINKAST
OSLETTUR_VEGUR
ANNAD