Verk­stjóri á þjón­ustu­stöð í Fella­bæ

  • LocationAusturland
  • DepartmentIðnstörf
  • Employment100%
  • Application deadline28. apríl 2025

Starf verkstjóra við þjónustustöðina í Fellabæ er laust til umsóknar. Þjónustustöð sér um almenna þjónustu og viðhald vega og vegbúnaðar á svæðinu. Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöðinni og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar. Verkstjóri er staðgengill yfirverkstjóra. 

Helstu verkefni

  • Almenn þjónusta, eftirlit og verkstjórn í viðhaldi vega og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvarinnar. 
  • Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við yfirverkstjóra og vaktstöð Vegagerðarinnar.
  • Vinnur bakvaktir í vetrarþjónustu utan dagvinnutíma frá október-apríl og er aðgengilegur ef þörf skapast, s.s. vegna veðurs, náttúruhamfara og slysa.
  • Samskipti og eftirlit með verktökum.
  • Gætir að öryggi starfsfólks þjónustustöðvar og vegfarenda á vinnusvæðum og fylgir öryggisreglum þar að lútandi.

Hæfniskröfur

  • Almennt grunnnám, iðnmenntun æskileg 
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Verkstjórnarnámskeið eða sambærilegt er æskilegt
  • Meirapróf og/eða vinnuvélaréttindi æskilegt
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góð öryggisvitund

Frekar upplýsingar um starfið

Wages according to the current collective agreement by the Minister of Finance and Economic Affairs and Stjórnendafélag Austurlands.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Afrit af ökuréttindum þarf að fylgja umsókn. 

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Ársæll Örn Heiðberg
Ársæll Örn Heiðberg

arsaell.o.heidberg
@vegagerdin.is