Arnar­nesvegur (411)

  • TegundSamgöngusáttmálinn
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2023–2026
  • Markmið
      Öruggar samgöngurGreiðar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög13. Aðgerðir í loftslagsmálum
  • Flokkar
      SamgöngusáttmálinnStofnvegirSamgöngukerfiðVegir
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Nýbygging Arnarnesvegar á 1,9 km kafla milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, þriðji áfangi. Auk vegagerðarinnar verður byggð akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg. Byggð verður göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs. Undirgöng verða gerð undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel og önnur undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg. Hringtorg verða á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar og einnig á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar. Stígur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verður lagður frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal og byggja á göngu- og hjólabrú yfir Dimmu.

Markmið framkvæmdarinnar

Bæta tengingar við efri byggðir Kópavogs, bæta afköst á tengingu við Breiðholtsbraut og færa gegnumakstursumferð fjær íbúabyggð. Einnig mun framkvæmdin bæta viðbragðstíma neyðaraðila á höfuðborgarsvæðinu.

Verkið heyrir undir Samgöngusáttmálann og er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu.

Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

 


Tengd útboð


Yfirlitsmyndband


Framkvæmdaleyfi


Útboðsgögn


Snið


Fréttir