Um Vegagerðina gilda lög nr. 120/2012 um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála.
Lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar er „… að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum sem stofnunin starfar eftir.“ Sjá 2. mgr. 1. gr. laganna.
Vegagerðin annast samkvæmt því þau verkefni sem nánar greinir í lögunum og öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem um starfsemi hennar gilda.