Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-746
Útgáfudagur:07/12/2013
Útgáfa:6.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Aðalbrautir Aðalbrautir

Skilgreining
Á aðalbrautum hefur umferð á vegi forgang gagnvart umferð af hliðarvegi.
Vegir sem njóta aðalbrautarréttar hafa verið birtir í Stjórnartíðindum.

Aðalbrautarmerkingar

Merkið D03.11 er sett þar sem aðalbraut byrjar, svo og við vegamót eftir því sem þurfa þykir.
Merkið D03.21 er sett þar sem aðalbraut endar.
Merkið A06.11 eða B19.11 eru sett við hliðarveginn.
Merkið F16.11 er gjarnan sett undir aðalbrautarmerki.
Undirmerkið J01.11 er sett ásamt A06.11 300 m frá vegamótum þar sem aðalbraut tengist annarri aðalbraut.
Undirmerkið J42.11 er sett ásamt A06.11 300 m frá vegamótum þar sem stöðvunarskylda er á aðalbraut.

Merkja skal aðalbrautir með merki D03.11 Aðalbraut og merki F16.11 Vegnúmer:
  • sitt hvorum megin 300 - 1000 m frá vegamótum við þjóðvegi fyrir umferð sem ekur frá vegamótunum. Ef tvö eða fleiri vegamót við þjóðvegi eru á 3 km kafla eða styttri skal merkja þau eins og um ein vegamót væri að ræða, þ.e. með merki út frá vegamótum í endum kaflans og merkjum á milli þeirra sleppt.
  • áður en komið er að vegamótum við þjóðveg í 500 - 1000 m fjarlægð ef vegalengd frá síðasta aðalbrautarmerki er meiri en 20 km.
  • fyrir báðar akstursstefnur með að jafnaði ca. 15 km millibili ef fjarlægð frá síðasta aðalbrautarmerki er meiri en 30 km, nema þar sem vegur liggur um óbyggð svæði og engin biðskyldumerki eru fyrir hendi, en í þeim tilfellum skal setja merki 500 - 1000 m áður en komið er að fyrsta afleggjara með biðskyldumerki.

Setja skal upp A06.11 biðskyldumerki við vegi sem tengjast aðalbraut samkvæmt eftirfarandi:
  • þjóðvegi sem tengjast aðalbrautum
  • skýrt afmarkaða afleggjara að húsum/býlum í byggð
  • skýrt afmarkaða afleggjara við:
    • orlofshús, 3 eða fleiri
    • skóla
    • stærri kirkjur
    • malarnámur með mikla umferð
    • félagsheimili
    • skíðaskála

Þar sem aðalbraut tengist annarri aðalbraut skal auk A06.11 vera A06.11 merki og undirmerki J01.11, 300 m frá vegamótum.
Þar sem aðalbraut tengist annarri aðalbraut og gatnamót eru merkt með stöðvunarskyldu skal auk B19.11 við gatnamót vera A06.11 merki og undirmerki J42.11, 300 m frá vegamótum. Gatnamót skal merkja með B19.11 Stöðvunarskylda ef þau eru sérstaklega hættuleg.



Hægt er að smella á kortið eða neðangreindar tengingar til að sjá myndir fyrir landshluta og sundurliðaða lista
Aðalbrautir á Suðurlandi
Aðalbrautir á Reykjanesi
Aðalbrautir á Vesturlandi
Aðalbrautir á Vestfjörðum
Aðalbrautir á Norðurlandi
Aðalbrautir á Austurlandi