206 | 206 Aðalbraut.
Merki þetta gefur til kynna að umferð á vegi hafi forgang gagnvart umferð af hliðarvegum. |
208 | 208 Aðalbraut endar.
Merki þetta gefur til kynna að aðalbraut endi og umferð á vegi hafi ekki lengur sérstakan forgang gagnvart umferð af hliðarvegum. |
Eldi reglur
D03. Aðalbraut
| |
D03.11 Aðalbraut | D03.21 Aðalbraut endar |
Reglugerð um umferðarmerki:
D03.11 Merki þetta er notað til að gefa til kynna að umferð á vegi sem merkið er við hafi forgang gagnvart umferð af hliðarvegi. Merkið er sett þar sem aðalbraut byrjar, svo og við vegamót eftir því sem þurfa þykir, enda séu merkin A06.11 eða B 19.11 sett við hliðarveginn.
D03.21 Merki þetta er notað þar sem aðalbraut endar. Heimilt er að nota merkið ásamt undirmerki J01.11 nokkru áður en aðalbraut lýkur.
Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Sjá reglur um merkingar aðalbrauta.
Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Merki þetta skal ekki nota nema í undantekningartilfellum.