| Upplýsingatafla
Heimilt er að setja upp upplýsingatöflur um framkvæmdasvæði, þ.e. hver framkvæmir, verktaka, magn, upphaf verks, verklok og tilvísanir í nánari upplýsingar. Einnig er verktaka heimilt að setja upplýsingatöflu með heiti verktaka ásamt merki fyrirtækisins sbr. mynd til vinstri. Töflurnar skulu staðsettar a.m.k. 1 m utan vegarbrúnar.
Hjáleið
Hjáleiðir ber að merkja með HJÁLEIÐ ásamt undirmerkjum til þess að gefa til kynna hentugustu leið framhjá vinnusvæði.
Bráðabirgðatöflur (H) sem sýna hentuga leið framhjá tálmunum geta einnig hentað eftir aðstæðum. |
Minni stærð : 300 x 600 mm
Stærri gerð : 500 x 800 mm