Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/30/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
1 Almennar reglur um vegvísa (F)

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Vegvísum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um leiðaval. Vegvísir skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar.
Tákn [vegvísa] skal vera:
(a) blátt á hvítum fleti með bláum jaðri eða
(b) svart á gulum fleti með svörtum jaðri

Miðað er við að á höfuðborgarsvæðinu séu merki (a) en annars staðar merki (b).

Stærð vegvísa skal háð samþykki [ veghaldara ].

Vinnureglur um notkun:
Öll F merki eiga að vera með álramma nema F14.21 Húsnúmer og F16 Vegnúmer
Örvar á vegvísum eiga að vera þeim megin á skilti sem örin vísar til.

Almennar reglur um liti:
Höfuðborgarsvæði:
Vegvísar á höfuðborgarsvæðinu skulu vera hvítir með bláu letri.
Götuheiti / götunúmer skulu vera hvít með svörtu letri.
Vegvísar á hjólreiðastígum skulu vera bláir með hvítu letri.

Utan höfuðborgarsvæðisins:
Vegvísar á vegamótum stofn- eða tengivega með 1-3 tölustöfum í vegnúmeri skulu vera gulir með svörtu letri.
Heimilt er að að nota gulan vegvísi með svörtu letri á tengivegum með 4 stafa vegnúmeri sem liggja að þéttri byggð. Vegnúmerinu er þó sleppt á vegvísinum.


Undantekningar frá almennri reglu um liti:
Staðarvísar F04 (athyglisverðir staðir) eru hvítir með rauðu letri (sjá nánar reglur um staðarvísa)
Staðarvísar F12 (að tilteknum stað s.s. býli) eru bláir með gulu letri.
F14-F18 (götunöfn, húsnúmer, vegnúmer, sýslu- og hreppamerki) eru hvít með svörtu letri.

Almenn regla um uppsetningu vegvísa:
Vegvísar sem standa saman skulu vera jafn langir.

Nota ætti rauða og hvíta staðarvísa (F04.11) í stað hefðbundinna vegvísa (F03) að fjölsóttum ferðamannastöðum.

Um upplýsingatexta og staðsetningu vegvísunarmerkja fyrir höfuðborgarsvæðið og þjóðvegakerfið í heild gilda sérstakar reglur, sem skráðar eru í “Reglur um vegvísun

Umfang vegvísunar við vegamót á þjóðvegakerfinu er háð umferð og eðli umferðarleiða og eru merkingar flokkaðar í sex flokka samkvæmt eftirfarandi:
Flokkur
Tegund skiltaSkilyrði
A
F11.51 á undan vegamótum
F03.51 eða F06.51 á vegamótum
Þar sem stofnvegir mætast og um er að ræða:
  • Leið milli vegamóta sem eru í sitt hvorum landshluta
  • Leið út frá þéttbýlisfjarstöðum ef þess er þörf (annars fl. B)
  • Vegamót með ÁDU > 200 þar sem meginhluta umferðar er gegnumumferð
B
F11.51 við aðalveg á undan vegamótum
F03.51 eða F06.51 á vegamótum
  • Vegamót stofnvega við vegi sem bera 1 eða 2 stafa númer með ÁDU > 200
  • Vegamót stofnvega við 3 stafa vegi með ÁDU > 200 þar sem megin hluti umferðar á tengivegi fer fram og til baka sömu leið
  • Tengivegir að þéttbýlisstöðum sem liggja frá 1-2 stafa vegum og eru lengri en 1 km.
C
F03.51 eða F06.51 á vegamótum
  • Við önnur vegamót en A og B ef ÁDU > 200
D
F03.51 eða F06.51 við hliðarveg á vegamótum og K20.31 á móti hliðarvegi
  • Þar sem 3 stafa vegur tengist 1 eða 2 stafa vegi
E
F03.51 minni útgáfa
  • Vegamót 3 stafa vega
F
F01.11
  • Við vegamót þar sem vísað er á hálendisveg sem ekki er fær öllum bílum


Show details for Flokkur A: MyndFlokkur A: Mynd
Show details for Flokkur B: MyndFlokkur B: Mynd
Show details for Flokkur C: MyndFlokkur C: Mynd
Show details for Flokkur D: MyndFlokkur D: Mynd
Show details for Flokkur E: MyndFlokkur E: Mynd
Show details for Flokkur F: MyndFlokkur F: Mynd