Reglugerð um umferðarmerki:
Minnsta leyfilega bil milli vélknúinna ökutækja, þ.m.t. samtengdra ökutækja, skal letrað á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreint bil í heilum metrum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B12.50.
Vinnureglur um notkun:
Merkið má nota á stöðum þar sem nauðsynlegt er að skilgreina minnsta leyfileg bil milli ökutækja.
Merkið má t.d. nota í göngum og þar sem framúrakstur er sérlega hættulegur.
Lengd bannsvæðis skal gefin upp undirmerki J02.11
.