Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Bannmerkjum er ætlað að banna eða mæla fyrir um umferð. Bannmerki eru flest hringlaga með rauðum jaðri og gulum miðfleti. Á hinum gula fleti skal merkið skýrt nánar með táknmynd eða svörtu letri.
Vinnureglur um notkun:
Stærð bannmerkja skal vera sem hér segir:
Gerð | Þvermál
(mm) | Breidd jaðars
(mm) |
| D | a |
Lítil | 400 | 40 |
Venjuleg | 600 | 60 |
Stærri | 800 | 80 |
Bannmerki ber að setja sem næst þeim stað sem merkið á við. Merkin B30.11 , B30.12 og B30.21 má þó setja í allt að 50 m fjarlægð frá vegamótum.
Þegar við á skal merkja lengd eða fjarlægð í hættusvæði á undirmerki J01.11
eða J02.11
.
Á þjóðvegum utan þéttbýlis með árdagsumferð (ÁDU) yfir 500 bílar/dag skal nota stærri gerð merkja.
Á þjóðvegum innan þéttbýlis þar sem leyfður umferðarhraði er 60 km/klst eða hærri skal nota nota stærri gerð merkja.
Minni gerð merkja skal eingöngu nota þar sem ekki er hægt að nota venjuleg merki vegna þrengsla.
Í þéttbýli má þvermál merkjanna B21.11 og B24.11 vera 250 mm.
Ef vísa þarf á aðrar leiðir eða ef akstursleið endar þar sem bannsvæði byrjar má gera það með viðbótarmerkjum á upplýsingatöflu. | |