Reglugerð um umferðarmerki: Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vinnureglur um notkun: Merki þetta er notað við öll vegamót þjóðvega. Fjarlægðartala skal alltaf koma fram á merkinu nema vísað sé á svæði. Heimilt er að setja þjónustumerki fyrir framan nafn staðar. Að jafnaði er aðeins einn F03 vegvísir í hverja átt á vegamótum, sbr. almennar reglur um vegvísa, en í undantekningartilfellum eru þeir fleiri. Vegvísar sem standa saman skulu vera jafn langir. Stærri vegvísar (33 sm) eru notaðir á A, B, C og D vegamótum. Minni vegvísar (23,5 sm) eru notaðir á E vegamótum. Dæmi um notkun merkisins: