Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:12/15/2006
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
K K20.21/31 Þverslá

K20.21 Þverslá
K20.31 Þverslá

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Þegar vegur endar og aðstæður bera það ekki greinilega með sér má setja við vegarbrún merki með svörtum og gulum skástrikum sem mynda örvar í akstursstefnu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Nota skal stærri stærð K20.21 við hringtorg.

Ávallt skal nota þverslá við vegamót í flokki D (sjá almennar reglur um vegvísa).
Við stærri vegamót þar sem ekki er talið nægja að nota K20.31 er æskilegt að nota 2 x K20.21. Eru þá örvar látnar vísa í sitt hvora áttina og haft um 0,4 m á milli þverslánna.

Þar sem vegvísar sjást seint eða illa vegna sérstakra aðstæðna, s.s. vegna háboga á aðliggjandi vegi, má í undantekningartilvikum nota þverslár (K20.21) með vegvísum og skulu þverslárnar þá vera jafn langar vegvísunum og af minni gerð (40 sm háar).

Dæmi um þverslár á gatnamótum Eyrarbakkavegar (34) og Þorlákshafnarvegar (38)


Ef aðkoma að vegamótum er í blindhæð er heimilt að setja tvöfalt lag af þverslám á vegamótunum.

Beygur sem eru krappari en 50 m skal merkja með a.m.k. 2 x K20.21 merkjum.