Merki þetta gefur til kynna að ökumanni beri skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.
Reglugerð um umferðarmerki: Merki þetta skal setja við vegamót þar sem ökumönnum ber skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang. Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis: Nota ber merki B19.11 þar sem sérstakar aðstæður krefjast, t.d. þar sem vegsýn er takmörkuð eða eðli gatnamóta eða umferðar þannig að þörf sé á skilyrðislausri stöðvunarskyldu enda liggi fyrir beiðni eða samþykki viðkomandi lögreglustjóra.