Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Upplýsingamerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um ýmis atriði sem telja má þýðingarmikil fyrir umferðina. Upplýsingamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Þó skulu merkin D03.11 og D03.21 vera þannig að eitt hornið snúi niður.
Litur umferðarmerkja skal vera eins og sýnt er í 9. gr. reglugerðar um umferðarmerki.
Stærð upplýsingamerkja skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.
Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Upplýsingamerki skal setja á þeim stað sem þau vísa til.
Algengasta stærð upplýsingamerkja er sem hér segir:
Gerð | Breidd
(mm) | Hæð
(mm) | Breidd jaðars
(mm) |
Venjuleg (flest D01 / D02 / D05 / D06 / D09.22/ D11 / D16 / D24)
D03
D07
D08.11 / D09.11 / D09.21
D12 efra
D12 bæjarmerki
D14
D18
D20 | 500
500
800
500
1000
1000
800
500
3000 | 500
500
500
300
600
200
600
200
2000 | 10
32
10
10
35
35
10
10 |