F01.11 Vegvísir í strjálbýli
Reglugerð um umferðarmerki: Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti eða sveitar á merkið, svo og vegnúmer og fjarlægð í km eftir því sem ástæða þykir til. Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis: Ef vísað er á stað sem sést ekki þar sem merkið er skal að jafnaði geta vegalengdar. Heimilt er að nota þjónustumerkið E05.51 sæluhús á vegvísa í strjálbýli. Önnur dæmi um merkingar: F01.21 Vegvísir án vegnúmers
Reglugerð um umferðarmerki: Merki þetta má setja við vegamót við ónúmeraðar leiðir. Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis: Merki þetta er einungis notað við sérstaka vetrarvegi.