Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-675
Útgáfudagur:04/12/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
F F12.31 Staðarleiðarvísir



Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má setja við veg til nánari upplýsingar fyrir vegfarendur um staði og þjónustu. Nöfn staða eru með hvítum stöfum. Vegalengdir og viðeigandi þjónustutákn eru sett við hvern stað.

Helsta þjónustustarfsemi staðarins er gjarnan sýnd með stærra merki en önnur þjónusta.
Er dæmi um fyrirtækjamerki sem má setja á eftir nafni staðar eða með þjónustumerkjum. Þetta tiltekna merki er merki ferðaþjónustu bænda.


Staðsetning staðarleiðarvísa:

Staðarleiðarvísar verða að vera 200 m frá vegamótum. Á vegamótum þar sem töfluleiðamerki (F06.51) eru verða þeir þó að vera 400 m frá vegamótunum (200 m frá töfluleiðamerkjunum).

Á beinni leið að þjónustustað skal staðarleiðarvísir ekki standa fjær staðnum en 1 km.

Leyfilegt er að setja upp staðarleiðarvísa sem benda á þjónustu á hliðarvegi en það má þó að jafnaði ekki vera fjær þjónustustað en 10 km. Á strjálbýlum svæðum má veita undanþágu frá þessari reglu.

Staðarleiðarvísar sem benda á þjónustu við hliðarveg má ekki setja upp við vegamót, ef boðið er upp á sambærilega þjónustu annars staðar innan tvöfaldrar þeirrar fjarlægðar sem er frá vegamótum að þjónustustað. Þar verður að setja upp upplýsingatöflu F21.11 þar sem allra þjónustustaða er getið.