Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/30/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
3 Reglur um uppsetningu þjónustumerkja

Óski þjónustuaðili eftir setja upp þjónustumerki við þjóðveg skal hann sækja um það skriflega eða í tölvupósti, til umdæmisstjóra eða rekstrarstjóra viðkomandi umdæmis.

Ef umsóknin er samþykkt setja starfsmenn Vegagerðarinnar merkið upp þegar áætlaður kostnaður hefur verið greiddur. Vegagerðin getur afturkallað leyfi fyrir þjónustumerkjum ef forsendur breytast.

Þjónustumerki er sett upp þar sem þjónusta er að jafnaði fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi þjónustuaðili uppfylli leyfisskyld ákvæði laga og reglugerða.

Almennar reglur um starfsleyfisskylda starfssemi.

Í reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002, fylgiskjali nr. 1 er listi yfir starfsleyfisskylda starfsemi.

E07 merki eru ekki starfsleyfisskyld ef ekki er um að ræða aðra starfssemi samhliða s.s leiga á fatnaði eða veitingar o.þ.u.l.