Reglugerð um umferðarmerki: Merki þetta má setja við veg til nánari upplýsingar fyrir vegfarendur um þjónustu, vegakerfi eða bæjarstæði. Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis: Við allar upplýsingatöflur skal gera útskot á veginn þar sem hægt er að stöðva ökutæki. Þar sem þjónusta er margþætt, s.s. þar sem nauðsyn er á fleiri en fjórum táknum og/eða þar sem upplýsingar um þjónustu eða almenna vegvísun er ófullnægjandi með einstökum merkjum, s.s. við bæjarstæði eru settar upp upplýsingatöflur. Dæmi um upplýsingatöflur sem sýna svæði: Á töflunni er einfaldað kort af svæðinu og í réttum hlutföllum, ef unnt er. Viðeigandi vegnúmer eru sett inn á hvítu vegina í svörtu. Staðurinn sem upplýsingataflan stendur á er merktur með rauðum ferningi og bendir á hann rauð ör. Nöfn staða eru með hvítum stöfum. Viðeigandi þjónustutákn eru sett við hvern stað