Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Þjónustumerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um þjónustu sem í boði er á leið þeirra.
Þjónustumerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur 500 mm á breidd og 600 mm á hæð. Tákn er að jafnaði svart á hvítum grunni með bláum ramma.
Vegamálastjóri setur reglur um uppsetningu þjónustumerkja við þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en lögreglustjórar í þéttbýli.
Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Rekstrarstjórar Vegagerðarinnar bera ábyrgð á uppsetningu þjónustumerkja við þjóðvegi. Sjá reglur um uppsetningu þjónustumerkja.
Við vegamót þjóðvega er heimilt að setja upp leiðbeiningar fyrir þjónustu sem boðið er upp á við hliðarveg.
Á 1-2 stafa vegnúmerum skulu þjónustumerki vera minnst 250 m frá öðrum merkjum en á öðrum vegum minnst 100 m.
20-50 m frá vegamótum, inn á hliðarvegi þar, sem vísað er á þjónustu má setja upp upplýsingatöflu (F21.11) þar sem sýnd er táknræn mynd af byggð og þjónustu við hliðarveginn.
Þjónustumerki sem benda á þjónustu við hliðarveg má ekki setja upp við vegamót nema að vísað sé á sambærilega þjónustu framundan innan tvöfaldrar þeirrar fjarlægðar, sem er frá vegamótunum að þjónustu við hliðarveginn sé hún fyrir hendi.
Þar sem nauðsyn er á frekari leiðbeiningunum en fram koma á þjónustutáknum s.s. opnunartíma sundstaða, og brottfarartíma bílferja má gefa þær á upplýsingatöflu áður en komið að hliðarvegi. Sú upplýsingatafla verði ekki nær leiðamerkjum fyrir viðkomandi hliðarveg en 250 m.
Ef um 1-2 tegundir þjónustu er að ræða er heimilt að setja viðkomandi tákn inn á staðarvísi, F12.11og F12.21. Ef geta þarf um fleiri en 2 tegundir þjónustu er þjónustumerkjum raðað neðan við staðarvísinn og má velja á milli mismunandi útfærslna eftir mikilvægi, umferð og umferðarhraða á hverjum stað. Þjónustuaðilum er einnig heimilt að hafa merki eða tákn samtaka sinna eða fyrirtækis á staðarvísi svo á upplýsingatöflum við heimreiðar að viðkomandi þjónustustað.
Dæmi um notkun þjónustumerkja (og fyrirtækjamerkis) undir staðarvísi.