Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-688
Útgáfudagur:05/04/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
D D01.11/12 Bifreiðastæði/Bílastæðishús

D01.11 Bifreiðastæði
D01.12 Bílastæðishús

Reglugerð um umferðarmerki:
D01.11 Merki þetta er notað til að sýna hvar bifreiðastæði eru.
D01.12 Merki þetta er notað til að sýna hvar bílastæðahús er.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
D01.11 má nota til að vísa á útskot í vegkanti þar sem hægt er að stöðva og leggja ökutæki án þess að valda truflun á umferð og má þá aðeins vísa á það frá þeirri akbraut sem útskotið er við.

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Merki þessi eru notuð til að merkja sérstök bifreiðastæði. Einnig þar sem það ekki samræmist umferðarlögum eins og t.d. vinstra megin á einstefnugötu.
Æskilegt er að hefja vísun að bifreiðastæðum/bílastæðishúsi með undirmerki J10.11 a.m.k. 500 m áður en komið er stæði/húsi og nota tilheyrandi vísunarmerki J12 .

Dæmi um vísun að bifreiðastæði.



Eftirfarandi undirmerki eru gjarnan notuð með D01.11 til að kveða nánar á um hvernig eigi að leggja, hversu lengi og hverjir megi leggja.

J07.11 Gildistími leyfis

Reglugerð um umferðarmerki:
Gildistími leyfis.

J08. Bifreiðastæði
J08.11 Bifreiðastæði, samsíða akbraut
J08.21 Bifreiðastæði, hornrétt á akbraut
J08.31 Bifreiðastæði, skástæði

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað með merkinu D01.11.

J11.11 Bifreiðastæði fyrir fatlaða

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað með merkinu D01.11.

Vinnureglur um notkun:
Sjá einnig reglur um sérstök bifreiðastæði.