Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-666
Útgáfudagur:04/12/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
F F04.11 Staðarvísir (rauður)

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má setja við vegamót þar sem leið liggur til athyglisverðs staðar, flugvallar, hafnar, opinberrar byggingar eða annars þjónustustaðar. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Heimilt er að setja 1-2 þjónustumerki af gerð E02.61, E02.62, E02.63, E02.64, E02.65 og E08.11 á rauða staðarvísa.

Þegar nota þarf fleiri slík merki skal setja þau fyrir neðan staðarvísinn.

Dæmi um merkingu með þremur leyfilegum E merkjum.