Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:7265
Útgáfudagur:02/09/2016
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
K K01.21 Snjóstika

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Snjóstikur eru notaðar til að afmarka vegarbrún á snjóþungum vegum. Glitmerki skulu sýna hvítt endurskin. Nota skal eitt merki við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu. Ef stikan er lengri en 1,3 m er heimilt að hafa merkin tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli. Við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki. Ef stikan er lengri en 1,3 m er heimilt að hafa merkin tvisvar sinnum tvö, með a.m.k. 0,3 m bili á milli para. Glitmerki skulu skásett þannig að þau vísi að vegi.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Stikur skulu vera gular.
Snjóstikur má nota á vegum sem liggja um snjóþung svæði.

Kantstikur skal setja upp á óupplýstum vegum samkvæmt eftirfarandi töflu.
Vegtegund
Tíðni
Fjöldi stika
á km
Stofnvegir
2 x 50
40
Tengivegir ÁDU > 100
2 x 50
40
Tengivegir ÁDU < 100
1 x 50
20
Héraðsvegir og Stofnvegir á hálendi
1 x 100
10
Landsvegir
1x 100
10
2 x 50 er báðum megin og á 50 metra fresti
1 x 100 er öðrum megin á og á 100 metra fresti

Við sérstakar aðstæður má stika öðrum megin, þar sem staðall gerir ráð fyrir stikun báðum megin, en þá skal stika helmingi þéttar. Vegi með árdagsumferð (ÁDU) yfir 1000 bíla skal þó ávallt stika báðum megin.
Á vegum þar sem annar kantur er stikaður og skipt er um kant við stikun skal stika á báðum köntum á a.m.k. 300 m kafla.
Á vegum þar sem skyggni getur verið slæmt að vetrarlagi er heimilt að merkja allt að helmingi þéttar með vegstikum en staðall gerir ráð fyrir.
Heppilegt getur verið að taka upp snjóstikur að vori og setja kantstikur í staðinn.

Á upplýstum vegum skulu kantar stikaðir, þeim megin sem ljósastaurar eru ekki, ef skyggni og aðstæður gefa sérstakt tilefni til. Ljósastaura má merkja með endurskinsmerkjum á sama hátt og stikur.

Staðsetning stika:
Þar sem stikur eru báðum megin vegar skulu þær standa gegnt hvor annarri.
Stikur skal staðsetja efst í fláa utan við vegaxlir. Gæta þarf þess að stikan sjálf sé að mestu ofanjarðar til að hægt sé að losa hana úr fótstykkinu.
Stikur skal staðsetja þannig að þær myndi línu samsíða vegi.

Lengd stika:
Hefðbundnar snjóstikur eru 150 sm. Einnig eru til 90 sm snjóstikur sem er hægt að bæta öðrum 90 sm snjóstikum ofan á.