Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-576
Útgáfudagur:02/24/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B05.21 Hestaumferð bönnuð

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að fara með hesta.

Vinnureglur um notkun:
Merki þetta er notað þar sem hestaumferð getur skapað hættu fyrir vegfarendur. Víða hafa verið settir upp reiðvegir og er vísað á þá með boðmerkinu C16.11 .

Utan þéttbýlis skal lengd bannsvæðis gefin upp á undirmerki J02.11 .
Innan þéttbýlis skal lengd bannsvæðis gefin upp á undirmerki J02.11 ef þörf er á.