Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Akreinamerkjum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um hvernig akreinar liggja á akbraut. Ennfremur um hvaða akrein ökumenn skuli velja þegar komið er að vegamótum. Akreinamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Tákn skal vera hvítt á bláum fleti með hvítum jaðri.
Stærð akreinamerkja skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.
Vinnureglur um notkun:
Möguleiki er á fleiri útfærslum á merkjum en dæmi eru sýnd um á heímasíðunni og fer útlit þeirra þá eftir aðstæðum á hverjum stað.
Algengustu stærðir akreinamerkja eru eftirfarandi:
Gerð | Breidd
(mm)
B | Hæð
(mm)
H | Breidd jaðars
(mm)
j |
G01 - G05 | 700-1100 | 900 | 10 |
G10 | 600 | 600 | 10 |
|
|