Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-579
Útgáfudagur:02/24/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B15.xx Takmörkuð hæð ökutækja

Reglugerð um umferðarmerki:
Mesta leyfileg hæð ökutækja, með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda hæð í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B15.35.

Vinnureglur um notkun:
Merki þetta ber að nota þar sem hæð ökutækja er takmörkuð umfram það sem sagt er fyrir um íreglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja (síðari breytingar aftan við reglugerð). Merkið ber að nota við allar órafmagnaðar hindranir sem hafa fría hæð lægri en 5,15 m og rafmagnaðar hindranir sem hafa fría hæð lægri en 6,15 m.

Merki þetta skal sett upp þar sem takmörkun byrjar og jafnframt er heimilt að setja merkið við upphaf tengivegar eða á leið að viðkomandi vegi og skal þá númer eða auðkenni þess vegar eða vegarkafla, þar sem takmörkunin gildir, gefið upp á undirmerki. Ef vísa þarf á aðrar leiðir má gera það með viðbótarmerkjum á upplýsingatöflu.

Frí hæð:
Frí hæð er minnsta hæð að hindrun fyrir ofan veg (s.s. loft ganga, brú, þak brúar, leiðslur) miðað við ástand vegar að sumri til.

Tölugildi umferðarmerkis
Tölugildi merkis skal gefa upp í m og með einum aukastaf. Hæsta mögulega tölugildi er 4,8 m.

fyrir órafmagnaðar hindranir:
Tölugildi umferðarmerkis reiknast sem frí hæð mínus 25 sm og lækkun í næsta heila aukastaf.
Dæmi: frí hæð ganga ert 5,14 m -> 25 sm eru dregnir frá = 4,89. Það þýðir að tölugildi merkisins er 4,8 m.
Dæmi: frí hæð undir umferðarbrú er 4,65 -> 25 sem eru dregnir frá = 4,4. Það þýðir að tölugildi merkisins er 4,4 m.

fyrir rafmagnsleiðslur:
Tölugildi umferðarmerkis reiknast sem frí hæð mínus 125 sm og lækkun í næsta heila aukastaf.
Dæmi: frí hæð rafmagnsleiðslu ert 6,14 m -> 125 sm eru dregnir frá = 4,89. Það þýðir að tölugildi merkisins er 4,8 m.
Nota skal undirmerki er tilgreina "Háspennu og lífshættu" þegar varað er við rafmagnsleiðslum.

Sjá nánar:
Bráðabirgðamerki - Umferðartakmörkun