Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-765
Útgáfudagur:11/22/2011
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
J J41.11 / J43 Einbreið brú


J41.11
Einbreið brú

J43.xx
Einbreið brú með þröngri akbraut

Reglugerð um umferðarmerki:
J41.11 Merki þetta er notað með A99.11 til að vara við einbreiðri brú.
J43.xx Merki þetta er notað með viðvörunarmerki til að vara við einbreiðri brú og akbraut sem er mjórri en 3,05 m. Tveir síðustu stafir í númeri tákna breidd akbrautar í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið J43.28.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkin má einnig nota með A01.11/12 hættuleg beygja

Allar brýr skal merkja í 200-250 m fjarlægð frá brúnni.

Umferðarmeiri brýr skal að auki merkja í 500 m fjarlægð frá brúnni og skal þá nota skal fjarlægðarmerki J01.11 .

Nánar: Sjá vinnureglur um merkingar einbreiðra brúa.